Senda fyrirspurn

Viltu að við hringjum í þig?
Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
INNSKRÁ
5.200 kr. /man
LOKA

SPURT OG SVARAÐ

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.

Hvernig fara útköll fram, þ.e. hvenær fer Securitas á staðinn og hvenær þarf notandinn sjálfur að bregðast við?

Securitas bregst við öllum öryggisboðum eins og í öðrum öryggiskerfum. Ef kerfið sendir frá sér bruna-, vatns- gasleka- eða innbrotaboð þá fer næsti bíll á vettvang. Á sama tíma fer annar bíll frá höfuðstöðvum og á meðan er haft samband við tengilið(i). Tengiliður getur (t.d. eftir að hafa kannað stöðu kerfis í símanum símanum sínum) afturkallað útkall eða staðfest ástand og þannig einfaldað aðkomu þriðja aðila að málunum.

Hvernig standa öryggismál og dulkóðun í kerfinu?

Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir heimila í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.

Hvað gerist ef ég týni símanum?

Appið, líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með kóða eins og venjulegt öryggiskerfi. Þó að notandi týni símanum þá getur annar notandi ekki komist inn í kerfið.

Hverjir geta séð myndefni sem er á myndavélunum, upptökur og „lifandi“ mynd?

Eingöngu viðskiptavinurinn / notandinn hefur aðgang að myndvélunum. Hann stjórnar því hvenær þær eru virkar, hvenær og hvernig þær taka upp og hverjir geta skoðað. Undir engum kringumstæðum getur starfsfólk Securitas farið inn á myndavélar án leyfis notanda.

Hversu margir notendur geta verið skráðir í kerfinu og kostar hver notandi eitthvað aukalega?

Hægt er að gefa eins mörgum fjölskyldumeðlimum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins er eitt gjald fyrir hvert heimili/stað. Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem skráður er fyrir kerfinu.

Hvaða snjalltæki virka með Heimavörn+? Virka eldri gerðir af símum?

Apple snjalltæki þurfa að hafa iOS 8.0 stýrikerfi eða nýrra. Það eru símarnir iPhone 4s og nýrri, iPad mini og iPad 2 og nýrri. Heimvörn+ styður öll Android tæki síðustu fjögurra ára sem og mörg sem eru eldri en það.

Hvað er snjalltengi?

Snjalltengi eru millistykki sem sett eru á rafmagnstæki sem viðkomandi vill stjórna, svo sem á ljós, ofn, kaffivél eða sjónvarp sem síðan er stjórnað með appinu. Hægt er að stilla á ýmsa sjálfvirkni á borð við að slökkva og kveikja á ákveðnum tímum eftir að öryggiskerfi hefur verið sett á vörð eða á ákveðnum tímum sólarhringsins.

Internetsamband dettur út, hvað þá?

Kerfið vinnur á GSM og heldur allri öryggisvirkni þó að Internetið sé niðri. Samband við myndavélar gæti hins vegar rofnað.

Ég er með dýr á heimilinu – eru þau stöðugt að setja öryggiskerfið af stað?

Skynjarar eru stilltir eftir aðstæðum hvers heimilis, hægt er að fá sérstaka gæludýraskynjara og hreyfiskynjara sem taka myndir og senda í síma notanda.

Þarf ég nettengingu ef ég set Sumarhúsavörn+ í sumarbústaðinn?

Nei, Sumarhúsavörn+ byggir á GSM og 4G kerfi.

Alarm.com, hvað er það?

Alarm.com varð fyrir valinu sem samstarfsaðili Securitas. Þetta bandaríska fyrirtæki þjónar um 6 milljónum heimila og fellur vel að þeim öryggiskröfum og þeirri framtíðarsýn sem Securitas gerir til samstarfsaðila. Kerfið þeirra uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla og lög um persónuvernd.

Hvað er innifalið í Heimavörn+?

Það fer eftir óskum viðskiptavinar, en í grunninn er alltaf öryggiskerfi, tengt stjórnstöð Securitas sem bregst við öllum nauðsynlegum aðstæðum. Innifalið í mánaðargjaldi er App og vefþjónusta á íslensku (eða því tungumáli sem óskað er eftir). Tæknimenn Securitas sjá um uppsetningu á kerfinu og því fylgir að sjálfsögðu ábyrgð. Við kerfið er svo hægt að bæta við, bæði eftir þörfum en eins er þetta byggt á kerfi sem er stöðugt í þróun og sífellt bætast við skemmtilegir og nytsamir hlutir sem einfalda notenda lífið.

Þarf ég að vera tengdur Securitas með Heimavörn+?

Já, Heimavörn+ er í grunninn öryggiskerfi með allri þeirri þjónustu sem því fylgir hjá Securitas: stjórnstöð sem er á vakt allan sólarhringinn alla daga ársins, viðbragðsafli og þjónustu frá sérþjálfuðum öryggisvörðum. Öryggisverðir fara á bílum um þjónustusvæði Securitas víðs vegar um landið þar sem „okkar vakt lýkur aldrei“. Appið er hluti af öryggiskerfinu og þeirri þjónustu sem mánaðargjaldið felur í sér.

Eru hreyfiskynjararnir allir með myndavél ?

Nei, hægt er að hafa hvoru tveggja og velja á milli eftir hentugleika.

Hvað er í grunnpakka?

Grunnpakki Heimvörn+ samanstendur af:

· Öryggiskerfi

     Beini (router, innifalinn í mánaðargjaldi)

     Lyklaborði/talnaborði

     App og vefviðmót

     Reykskynjara

     Vatnsnema

     Hreyfiskynjara  

     Hurðanema /segulrofa

     Snjalltengi

     Uppsetningu og kennslu

Hvert kerfi er sett upp miðað við þarfir viðkomandi heimilis og notanda.

Ég er með Heimavörn og núna vil ég Heimavörn+ – hvað á ég að gera?

Viðskiptavinum Securitas með Heimavörn verður boðið að uppfæra Heimavörnina, gera hana snjalla. Það verður kynnt ítarlega fyrir viðskiptavinum Securitas þegar sá tími kemur. Það verður ákvörðun viðskiptavinanna hvort þeir halda áfram með Heimavörn eða fái Heimavörn+.

Hver er munurinn á Heimavörn+ og Heimavörn?

Heimavörn er eitt af betri öryggiskerfum sem boðist hafa hérlendis. Heimvörn+ er einnig öryggiskerfi en það býður notandanum fleiri og snjallari möguleika en áður hafa þekkst þegar kemur að öryggi og tæknivæðingu heimilisins. Báðar lausnirnar eru frá Securitas og hafa öryggi í algjöru fyrirrúmi.

Engar niðurstöður fundust fyrir „asdfadsfasdf“
Ástæðan gæti verið að leitarorðið er rangt skrifað eða ekki á skrá.

LEIÐBEININGAR

SÆKJA PDF

HAFÐU SAMBAND

Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og
lífsgæðin á heimilinu. Í sameiningu finnum við lausnina sem hentar þínum aðstæðum.

580 7000

Skeifan 8
108 Reykjavík

INNSKRÁ

Remember My Login