INNSKRÁ
5.790 kr. /mán

LÍFSGÆÐI
OG HUGARRÓ

INNBROTAVÖRN
Þú velur hreyfiskynjara eftir þörfum og hægt er að fá þá bæði með og án myndavélar eða sérhannaða fyrir gæludýr. Hurða- og gluggaskynjarar láta vita ef eitthvað er opið sem ætti að vera lokað, til dæmis svalahurð eða svefnherbergisgluggi.

BRUNAVÖRN
Reykskynjarar eru sítengdir stjórnstöð Securitas sem er alltaf á vaktinni. Þannig er hægt að bregðast við brunaviðvörun hvort sem einhver er heima eða ekki. Eldsvoðar ógna bæði lífi og verðmætum. Með brunavörn Securitas margfaldar þú öryggi þitt og þinna.

VATNSLEKAVÖRN
Vatnsleki getur valdið gríðarlegu fjárhagslegu og tilfinningalegu tjóni með eyðileggingu verðmæta. Það skiptir sköpum að fá samstundis boð ef vatn byrjar að flæða frá lögnum, krönum, þvottavél eða ísskáp.

SNJALLTENGI
Með snjalltengi getur þú stýrt notkun einstakra raftækja svo sem ljósa og lampa, eldhústækja, sjónvarpa, hljómtækja eða hverju því sem gengur fyrir rafmagni. Hægt er að gera flýtival fyrir snjalltengin eða hafa þau í svæðisskipunum og í raun takmarkast notkunarmöguleikarnir við lítið annað en hugmyndaflugið.

LÍFSGÆÐI
OG HUGARRÓ

Heimavörn+ er snjöll öryggislausn fyrir nútímaheimili. Með appinu
getur þú fylgst með og stjórnað öryggiskerfinu og aukahlutum
ásamt því að kveikja og slökkva á ýmsum raftækjum heimilisins eða
stýra notkun þeirra með snjalltengjum. Stjórnstöð Securitas er á
vaktinni allan sólarhringinn og fylgist með boðum frá kerfinu.

ALLT Í EINU APPI

Hjartað í Heimavörn+ liggur í appinu. Þaðan getur þú stýrt öllum aðgerðum með símanum eða í tölvunni hvar sem þú ert í sambandi á annað borð og fengið margs konar tilkynningar og áminningar sjálfkrafa. Appið er á íslensku, það er einfalt og þægilegt í notkun og öryggismál og dulkóðanir eru í flokki með því öflugasta sem þekkist. Hafðu auga með heimilinu og stjórnaðu aðgerðum í þægilegu og einföldu viðmóti í appinu hvar sem þú ert, hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er síðan á vaktinni allan sólarhringinn og bregst við ef boð berast frá kerfinu.

Svæðisskipanir

Með svæðisskipunum getur þú skilgreint sjálfvirkar aðgerðir og tilkynningar sem taka mið af staðsetningu símans. Þannig færðu sjálfkrafa tilkynningu ef síminn þinn fer tiltekna fjarlægð frá heimilinu án þess að öryggiskerfi hafi verið virkjað. Þú getur skilgreint ímyndaðar girðingar í tilteknum radíus frá heimilinu og gefið kerfinu skipanir um ákveðnar aðgerðir þegar síminn þinn eða annarra fjölskyldumeðlima fer yfir þessar girðingar. Með einföldum og þægilegum hætti getur þú sett heimilið á sjálfstýringu þegar þú ert að heiman og valið þér þá stillingu sem tekur á móti þér þegar þú kemur heim.

Kerfi á vörð
Sjónvarp slökkt
Aðalljós slökkt
Útiljós kveikt
0 m
1,6 km
Þú skilgreinir hvernig kerfið bregst sjálfkrafa við þegar síminn þinn fer tiltekna fjarlægð frá heimilinu

Flýtival

Í appinu getur þú sett upp mismunandi flýtival til að stilla kerfi og tengdan búnað með einni snertingu. Þannig getur þú við heimkomu til dæmis tekið öryggiskerfið af, opnað bílskúrshurðina, kveikt ljós, slökkt á eftirlitsmyndavél og stillt hitann ef heimilið er þannig útbúið.

Heima
Úti
Nótt
Morgunn
1. Kerfi af verði
2. Ljós 1 og 2 kveikt
3. Sjónvarpstengi á

Stjórnstöð Securitas stendur vaktina með þér allan sólarhringinn

Heimavörn+ er beintengd stjórnstöð Securitas þar sem við erum ávallt í viðbragðsstöðu. Þannig getur þú verið viss um að réttir aðilar komi samstundis á staðinn í samræmi við eðli þeirra boða sem berast frá kerfinu.

Securitas er með rúmlega 100 bifreiðar á sínum snærum sem tryggir hátt þjónustustig hjá bæði tæknifólki og starfsfólki gæslusviðs.

Hrefna Sætr­an

„Örugg bæði heima
og í vinnunni“

Hingað kemur fólk til að njóta þess besta sem lífið býður upp á í algeru áhyggjuleysi. Sem fagfólk erum við að uppfylla ákveðnar þarfir, skapa andrúmsloft, umgjörð og aðstæður til að njóta þess að vera til. Það er dálítið þannig sem mér líður sjálfri með Heimavörn+ heima í Skerjafirði. Ég veit að allt er í lagi og ef það er eitthvað sem ég er ekki viss um; hvort ég hafi nú örugglega lokað glugganum eða hvort ekki sé allt í sóma í þvottahúsinu, þá er ég ekki nema þrjár sekúndur að tékka á því í símanum. Svo fæ ég sjálfkrafa meldingu þegar einhver kemur heim á daginn. Þannig að þótt ég sé á haus hérna í vinnunni og milljón hlutir að skipuleggja og gera og græja þá get ég verið alveg róleg yfir stöðunni heima. Fyrir utan alla byltinguna með hluti sem hægt er að stýra og gera með snjallsímanum, eitthvað sem ég hélt að væri bara í vísindaskáldsögum, þá fylgir því ótrúleg hugarró að vera með Heimavörn+.

Björgvin Páll Gústavsson

„Markmenn þurfa góða vörn fyrir framan sig“

Þetta er alltaf samvinna milli mín og varnarinnar, við þekkjum hver annan út og inn og allir hafa sitt hlutverk. Þegar vörnin er að standa sig verður mitt verkefni auðvelt, ég er búinn að teikna þetta upp og mæti bara í svæðið og hirði þetta upp … oftast. Þetta er ekkert ósvipað með Heimavörnina hjá Securitas, þegar maður hugsar um það. Securitas sér um að blokka út og vakta skytturnar og svoleiðis og ég get svo stýrt þeim þannig að allt gangi smurt og við fáum ekki á okkur mörk. Það er hrikalega traust að vita af Securitas að passa upp á heimilið meðan ég er í boltanum.

Ólíkar þarfir
fjölbreyttar lausnir

60 m2
Stærð
2
Fjöldi herbergja
1
Fjöldi innganga

Gunna og Jón eru nýgift og búa í 60 fm íbúð á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi. Þau fengu Heimavörn+ og hreyfi-, reyk- og vatnsskynjara í innflutningsgjöf frá foreldrum Gunnu.

UPPSETT AF FAGFÓLKI
Allur búnaður er settur upp af sérþjálfuðu tæknifólki til að tryggja öryggi og gæði kerfisins. Þú finnur nánari upplýsingar um bæði grunn- og aukabúnað Heimavarnar+ hér á vefnum. Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og lífsgæðin á heimilinu.
Búnaður samtals: 59.500 kr. Uppsetning er innifalin í kaupverði.
120 m2
Stærð
3
Fjöldi herbergja
2
Fjöldi innganga

Steinar og Fía búa á jarðhæð í fjölbýli ásamt tveimur börnum og ketti. Þau eru með innigróðurhús og stýra lýsingunni með snjalltengjum. Samkvæmt ráðleggingum fengu þau svo segulnema við útidyr og svo auðvitað reykskynjara, vatnsnema og hreyfiskynjara.

UPPSETT AF FAGFÓLKI
Allur búnaður er settur upp af sérþjálfuðu tæknifólki til að tryggja öryggi og gæði kerfisins. Lista yfir aukabúnað og verð má finna á www.heimavorn.is. Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og lífsgæðin á heimilinu.
Búnaður samtals: 91.250 kr. Uppsetning er innifalin í kaupverði.
180 m2
Stærð
4
Fjöldi herbergja
3
Fjöldi innganga

Ásta og Keli eiga þrjú börn á skólaaldri og hjá þeim býr labradortíkin Vaka. Sérfræðingar Securitas mæltu með segulnemum við útidyr og í svefnherbergi ásamt hreyfiskynjurum í alrými. Reyk- og vatnsskynjarar voru auðvitað sjálfsagðir og svo bættu þau myndavél við kerfið til að geta fylgst með Vöku yfir daginn. Snjalltengin auðvelda svo stýringu ljósa og raftækja.

UPPSETT AF FAGFÓLKI
Allur búnaður er settur upp af sérþjálfuðu tæknifólki til að tryggja öryggi og gæði kerfisins. Lista yfir aukabúnað og verð má finna á www.heimavorn.is. Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og lífsgæðin á heimilinu.
Búnaður samtals: 154.200 kr. Uppsetning er innifalin í kaupverði.

Aukabúnaður

MYNDEFTIRLIT
Hægt er að fá mismunandi úti- og innimyndavélar fyrir Heimavörn+.
Myndavélar með hreyfiskynjurum sjá til þess að ekkert fari framhjá vökulu auga kerfisins sem sendir þér myndskeiðin beint í símann eða annað snjalltæki. Notandi hefur fulla stjórn á kerfinu og aðgangi að því. Myndeftirlit í Heimavörn+ uppfyllir alla nauðsynlega öryggisstaðla og fylgir persónuverndarlögum í hvívetna.

DYRABJALLA
Hægt er að fá dyrabjöllu tengda við Heimavörn+. Notaðu appið til að sjá hver hringir bjöllunni og svaraðu viðkomandi hvar sem þú ert í heiminum. Með lásastýringu getur þú einnig opnað og hleypt viðkomandi inn.

LÁSAR OG AÐGANGSSTÝRING
Hægt er að fá rafræna lása á útihurðir og bílskúrshurð svo þú getir stjórnað aðganginum að heimili þínu á einfaldan hátt. Þannig getur þú opnað og lokað einstökum dyrum með appinu þótt þú sért víðs fjarri. Þú
getur hleypt barninu inn ef það gleymir lyklunum eða opnað ef vinur eða fjölskyldumeðlimur kemur til að fá lánaða háþrýstidælu úr bílskúrnum.

HITANEMAR
Hægt er að fá hitanema sem skynja hitastig hvort sem er inni eða úti, eða á svæðum sem þarfnast sérstakrar aðgátar. Þú færð áminningar, aðvaranir eða skýrslur beint í símann eða tölvuna hvar og hvenær sem
þér hentar.

LJÓSASTÝRING
Með snjalltengjum getur þú stjórnað einstökum ljósum og lömpum. Einnig er hægt að fá stjórnbúnað inn í rofa sem gefur möguleika á flóknari stýringu. Með flýtivali getur þú stjórnað lýsingu í einstökum
vistarverum eða íbúðinni allri og með svæðisskipunum getur þú látið kerfið virkja lýsingu sjálfvirkt samkvæmt fyrirfram gefnum forsendum.

UPPSETT AF FAGFÓLKI
Allur búnaður er settur upp af sérþjálfuðu tæknifólki til að tryggja öryggi og gæði kerfisins. Lista yfir aukabúnað og verð má finna á www.heimavorn.is. Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika
sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og lífsgæðin á heimilinu.

Heimavörn+

Sólarhringsvakt í stjórnstöð
Raunútköll innifalin
Notendavænt viðmót
Enginn binditími
Sólarhringsvöktun 5.790 kr. / mán
SENDA FYRIRSPURN

Pantaðu símtal frá sérfræðingi Securitas og fáðu ráðgjöf varðandi kerfið sem hentar þínu heimili.

SPURT OG SVARAÐ

Hvernig standa öryggismál og dulkóðun í kerfinu?

Kerfið frá Alarm.com er með bestu öryggisstaðla sem boðið er upp á vegna slíkra kerfa. Um 6 milljónir heimila í Evrópu og Ameríku nota kerfið daglega.

Hvað gerist ef ég týni símanum?

Appið, líkt og bankaöpp og fleiri slík sem vinna með viðkvæmar fjárhagslegar eða persónulegar upplýsingar, er varið með kóða eins og venjulegt öryggiskerfi. Þó að notandi týni símanum þá getur annar notandi ekki komist inn í kerfið.

Hversu margir notendur geta verið skráðir í kerfinu og kostar hver notandi eitthvað aukalega?

Hægt er að gefa eins mörgum fjölskyldumeðlimum aðgang að kerfinu og þurfa þykir. Það kostar ekkert aukalega því aðeins er eitt gjald fyrir hvert heimili/stað. Hægt er að veita tímabundinn aðgang eða fullan og ótakmarkaðan, allt eftir óskum þess sem skráður er fyrir kerfinu.

Hvaða snjalltæki virka með Heimavörn+? Virka eldri gerðir af símum?

Apple snjalltæki þurfa að hafa iOS 8.0 stýrikerfi eða nýrra. Það eru símarnir iPhone 4s og nýrri, iPad mini og iPad 2 og nýrri. Heimvörn+ styður öll Android tæki síðustu fjögurra ára sem og mörg sem eru eldri en það.

Internetsamband dettur út, hvað þá?

Kerfið vinnur á GSM og heldur allri öryggisvirkni þó að Internetið sé niðri. Samband við myndavélar gæti hins vegar rofnað.

Ég er með dýr á heimilinu – eru þau stöðugt að setja öryggiskerfið af stað?

Skynjarar eru stilltir eftir aðstæðum hvers heimilis, hægt er að fá sérstaka gæludýraskynjara og hreyfiskynjara sem taka myndir og senda í síma notanda.

Alarm.com, hvað er það?

Alarm.com varð fyrir valinu sem samstarfsaðili Securitas. Þetta bandaríska fyrirtæki þjónar um 6 milljónum heimila og fellur vel að þeim öryggiskröfum og þeirri framtíðarsýn sem Securitas gerir til samstarfsaðila. Kerfið þeirra uppfyllir alla evrópska öryggisstaðla og lög um persónuvernd.

Hver er munurinn á Heimavörn+ og Heimavörn?

Heimavörn er eitt af betri öryggiskerfum sem boðist hafa hérlendis. Heimvörn+ er einnig öryggiskerfi en það býður notandanum fleiri og snjallari möguleika en áður hafa þekkst þegar kemur að öryggi og tæknivæðingu heimilisins. Báðar lausnirnar eru frá Securitas og hafa öryggi í algjöru fyrirrúmi.

Sjá meira

HAFA SAMBAND

Ræddu við ráðgjafa okkar um þá fjölbreyttu möguleika sem Heimavörn+ býður upp á og hvernig hún getur aukið öryggið og
lífsgæðin á heimilinu. Í sameiningu finnum við lausnina sem hentar þínum aðstæðum.

580 7000

Skeifan 8
108 Reykjavík